Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 05. maí 2021 15:36
Elvar Geir Magnússon
Solskjær fékk afsökunarbeiðni frá Glazer fjölskyldunni
Frá mótmælunum fyrir utan Old Trafford.
Frá mótmælunum fyrir utan Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Glazer fjölskyldan hafi sent sér afsökunarbeiðni eftir að leiknum gegn Liverpool var frestað vegna mótmæla í og við Old Trafford.

Um 200 stuðningsmenn sem mótmæltu umdeildu eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar á United náðu að brjóta sér leið inn á leikvanginn og inn í búningsklefana.

Leiknum var frestað af öryggisástæðum.

Solskjær segir að Glazer fjölslyldan geri sér grein fyrir því að samskipti við stuðningsmenn verði að batna.

„Ég hef verið í samskiptum við eigendurna. Ég hef persónulega fengið afsökunarbeiðni og þeir eru í samskiptum við aðra aðila en mig og stuðningsmenn," segir Solskjær.

„Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef alltaf átt gott samband við eigendurna og þeir hlusta á stuðningsmennina. Ég er viss um að samskiptin eiga eftir að verða betri."

„Þetta var erfiður dagur fyrir okkur, við vildum spila, við vildum vinna Liverpool. Við verðum að hlusta á rödd stuðningsmanna, það er réttur allra að mótmæla en það þarf að gera það á friðsælan hátt. Þegar það er brotist inn og lögreglumenn meiðast þá er farið yfir strikið. Þá er þetta orðið lögreglumál og snýst ekki lengur um að hafa skoðanir."

Stuðningsmenn Manchester United eru þegar farnir að undirbúa frekari mótmæli og margir búast við því að þetta sé bara byrjunin.
Athugasemdir
banner
banner