Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. júlí 2020 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endaði markastífluna með rosalegu marki - Ederson leit illa út
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í leik Southampton og Manchester City og staðan er óvænt 1-0 fyrir Dýrlingana.

Nei, það var ekki Danny Ings sem skoraði markið. Það var Che Adams sem gerði það.

Adams var keyptur til Southampton frá Birmingham síðasta sumar fyrir 15 milljónir punda. Adams talaði um það þegar hann var keyptur að Southampton gæti unnið ensku úrvalsdeildina.

Það rættist ekki alveg hjá honum og hefur hann ekki átt gott tímabil. Fyrir leikinn í dag var hann búinn að fara í gegnum 24 deildarleiki án þess að skora mark. Sóknarmaðurinn náði að opna markareikinginn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og gerði hann það með rosalegu marki.

Hann sá að Ederson, markvörður Manchester City, var langt út úr markinu og reyndi fyrir sér. Útkomuna má sjá að neðan.

Southampton 1-0 Manchester City - Adams from r/soccer



Athugasemdir
banner
banner
banner