Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 12:13
Brynjar Ingi Erluson
Rudiger um Havertz: Hann er ótrúlega hæfileikaríkur
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Antonio Rudiger hefur verið í áhugaverðu hlutverki í sumar en hann reynir nú að sannfæra Kai Havertz um að ganga til liðs við Chelsea.

Rudiger átti þátt í að sannfæra Timo Werner um að koma frá RB Leipzig en þeir eru afar góðir félagar. Þeir spiluðu saman hjá Stuttgart í Þýskalandi auk þess sem þeir hafa leikið saman með þýska landsliðinu.

Chelsea er nú orðað við annan landsliðsmann. Félagið vill fá Kai Havertz frá Bayer Leverkusen en hann er væntanlega að hugsa sér til hreyfings eftir að liðinu mistókst að tryggja sæti í Meistaradeild Evrópu.

Bayern München ætlar ekki að sækjast eftir því að fá hann í sumar og er Chelsea því í ágætri stöðu. Rudiger hefur rætt við Havertz og vonast hann til að fá hann til félagsins.

„Kai er svakalega hæfileikaríkur. Þegar ég sá hann á æfingu með þýska landsliðinu þá var ég gjörsamlega agndofa," sagði Rudiger um Havertz á Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner