Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus selur Mandragora til Fiorentina (Staðfest)
Rolando Mandragora er farinn til Fiorentina
Rolando Mandragora er farinn til Fiorentina
Mynd: EPA
Ítalska félagið Fiorentina hefur fest kaup á ítalska miðjumanninum Rolando Mandragora frá Juventus en hann kemur til félagsins fyrir 9,5 milljónir evra.

Mandragora, sem er 25 ára gamall, er uppalinn hjá Genoa en var keyptur til Juventus fyrir sex árum.

Hann spilaði aðeins einn leik á tíma sínum hjá Juventus áður en hann var seldur til Udinese tveimur árum síðar.

Juventus var þá með klásúlu í samningnum sem heimilaði liðinu að kaupa hann aftur fyrir 20 milljónir evra. Félagið nýtti kaupréttinn árið 2018 og lánaði hann strax aftur til Udinese.

Mandragora var á láni hjá Torino á síðustu leiktíð og spilaði afar vel með liðinu en Juventus hefur nú selt hann öðru sinni og nú til Fiorentina fyrir 9,5 milljónir evra.

Hann skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á að framlengja um annað ár.

Miðjumaðurinn á einn landsleik að baki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner