Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Skoraði og var síðan rekinn af velli í sigri á Selfossi - Annar sigur Þórsara í röð
Deniz Yaldir skoraði undir lok fyrri hálfleiks og var síðan rekinn af velli í byrjun síðari
Deniz Yaldir skoraði undir lok fyrri hálfleiks og var síðan rekinn af velli í byrjun síðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Þór og KV í kvöld
Úr leik Þór og KV í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru eflaust blendnar tilfinningar hjá Deniz Yaldir, leikmanni Vestra, í kvöld, en hann gerði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld og var síðan rekinn af velli í síðari hálfleiknum.

Vestri mætti á JÁVERK-völlinn með eitt verkefni og það var að sækja til sigurs. Liðið skapaði sér nokkur ágætis færi í fyrri hálfleiknum en liðið var óheppið að skora ekki.

Undir lok fyrri hálfleiksins dró til tíðinda er Deniz Yaldir skoraði með góðu skoti yfir Stefán Þór Ágústsson sem var kominn framarlega í markinu.

Þegar aðeins tíu mínútur voru búnar af þeim síðari fór Yaldir í grófa tæklingu og uppskar þar sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Undir lok leiks var Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, spjaldaglaður. Chris Jastrzembski, leikmaður Selfyssinga, fékk gult spjald fyrir brot og svo annað gula fyrir kjaft.

Lokatölur 1-0 fyrir Vestra. Góður sigur fyrir gestina sem eru nú með 15 stig í 5. sæti á meðan Selfoss er í 3. sæti með 18 stig.

Annar sigur Þór í röð

Þórsarar eru að finna taktinn og unnu annan leikinn í röð í dag er liðið vann KV 3-1 á Akureyri.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Alexander Már Þorláksson sem náði forystunni fyrir Þór í upphafi síðari hálfleiks. Fékk góða sendingu inn fyrir, lék á Ómar Castaldo Einarsson í marki KV, og skoraði.

Sjö mínútum síðar gerði Alexander annað mark sitt eftir stungusendingu frá Harley Willard og svo gerði Willard þriðja markið stundarfjórðungi fyrir lok leiksins.

Björn Axel Guðjónsson minnkaði muninn eftir klafs í teignum undir lok leiks en lengra komust leikmenn KV ekki og lokatölur 3-1.

Þór er í 10. sæti, alla vega tímabundið, með 11 stig en KV sæti neðar með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Þór 3 - 1 KV
1-0 Alexander Már Þorláksson ('47 )
2-0 Alexander Már Þorláksson ('54 )
3-0 Harley Bryn Willard ('74 )
3-1 Björn Axel Guðjónsson ('88 )
Lestu um leikinn

Selfoss 0 - 1 Vestri
0-1 Deniz Yaldir ('45 )
Rautt spjald: ,Deniz Yaldir, Vestri ('55)Chris Jastrzembski, Selfoss ('90) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner