Castellanos var keyptur úr röðum Lazio á Ítalíu. Er hann rétti maðurinn til að leysa vandamálin í sóknarleiknum hjá West Ham?
Nuno Espírito Santo, þjálfari West Ham, er mjög ánægður með sterka byrjun á félagaskiptaglugganum í janúar þar sem Hamrarnir eru strax búnir að kaupa inn tvo nýja framherja - þá Taty Castellanos og Pablo.
Þrátt fyrir að vera ánægður með nýju mennina þá segir Nuno að það þurfi fleiri leikmenn til að snúa slæmu gengi liðsins við. West Ham situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 14 stig eftir 20 umferðir, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Nottingham Forest er í næsta sæti fyrir ofan og eigast liðin við í spennandi innbyrðisviðureign annað kvöld.
„Við erum að endurbyggja liðið og vorum að fá tvo góða kosti inn. Þetta eru leikmenn sem geta hjálpað okkur á erfiðum tímapunkti. Við þurfum hjálp frá nýju mönnunum en við sem vorum hérna fyrir þurfum líka að stíga upp og gera betur," sagði Nuno á fréttamannafundi í dag.
„Félagið er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta leikmönnum við hópinn í janúarglugganum. Tveir eru komnir inn en við þurfum fleiri. Við erum endurbyggja liðið og þurfum fleiri leikmenn til þess. Þetta er bara fyrsti félagaskiptaglugginn okkar og við erum að leita að mönnum sem eru með rétt hugarfar. Þeir verða að vera tilbúnir til að berjast fyrir sæti í efstu deild og þeir verða að vera hugrakkir."
Enskir fjölmiðlar telja að Nuno verði rekinn ef West Ham tapar gegn Nottingham Forest annað kvöld. West Ham er fjórða úrvalsdeildarfélagið sem Nuno stýrir á fimm árum.
„Ég hef verið lengi í þessum bransa og ég spái ekkert í orðrómum. Ég er bara einbeittur að því hvernig ég get hjálpað leikmönnunum mínum, hvernig ég get gert þá betri og hvernig ég get náð árangri með félaginu mínu.
„Við erum á erfiðum stað og mér þykir það leitt útaf því að stuðningsmenn eiga betra skilið. Við erum áhyggjufullir en það er gott að við fáum tækifæri á morgun til að laga stöðuna. Ef við stöndum okkur betur á vellinum, leggjum okkur meira fram og tökum betri ákvarðanir þá vinnum við. Við verðum að vera upp á okkar besta."
West Ham hefur verið orðað við ýmsa leikmenn á síðustu dögum og eru kantmaðurinn Adama Traoré og markvörðurinn Bento þar á meðal.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 20 | 13 | 3 | 4 | 44 | 18 | +26 | 42 |
| 3 | Aston Villa | 20 | 13 | 3 | 4 | 33 | 24 | +9 | 42 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Chelsea | 20 | 8 | 7 | 5 | 33 | 22 | +11 | 31 |
| 6 | Man Utd | 20 | 8 | 7 | 5 | 34 | 30 | +4 | 31 |
| 7 | Brentford | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 28 | +4 | 30 |
| 8 | Sunderland | 20 | 7 | 9 | 4 | 21 | 19 | +2 | 30 |
| 9 | Newcastle | 20 | 8 | 5 | 7 | 28 | 24 | +4 | 29 |
| 10 | Brighton | 20 | 7 | 7 | 6 | 30 | 27 | +3 | 28 |
| 11 | Fulham | 20 | 8 | 4 | 8 | 28 | 29 | -1 | 28 |
| 12 | Everton | 20 | 8 | 4 | 8 | 22 | 24 | -2 | 28 |
| 13 | Tottenham | 20 | 7 | 6 | 7 | 28 | 24 | +4 | 27 |
| 14 | Crystal Palace | 20 | 7 | 6 | 7 | 22 | 23 | -1 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 20 | 5 | 8 | 7 | 31 | 38 | -7 | 23 |
| 16 | Leeds | 20 | 5 | 7 | 8 | 26 | 33 | -7 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 20 | 3 | 3 | 14 | 20 | 39 | -19 | 12 |
| 20 | Wolves | 20 | 1 | 3 | 16 | 14 | 40 | -26 | 6 |
Athugasemdir



