Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gvardiol fer í aðgerð á sköflungi
Reece James hjálpaði Gvardiol af velli á Etihad leikvanginum.
Reece James hjálpaði Gvardiol af velli á Etihad leikvanginum.
Mynd: EPA
Josko Gvardiol varnarmaður Manchester City og króatíska landsliðsins þarf að fara í aðgerð eftir að hafa brotið bein í sköflungi í 1-1 jafntefli gegn Chelsea um helgina.

Gvardiol var skipt af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðslanna áður en hinn byrjunarliðsmiðvörðurinn Rúben Dias fór einnig meiddur útaf.

Man City endurkallar miðvörðinn Max Alleyne úr láni frá Watford til að hjálpa við að fylla í skörðin. Það er mikið af leikjum framundan hjá Man City í janúar.

Gvardiol fer í aðgerð síðar í vikunni og þá kemur í ljós hversu lengi hann verður frá keppni.

Gvardiol er 23 ára gamall og hefur spilað 120 leiki á tveimur og hálfu ári í Manchester. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

John Stones er einnig að glíma við meiðsli og því er City að skoða kaup á Marc Guéhi, eftirsóttum fyrirliða Crystal Palace sem á aðeins hálft ár eftir af samningi.
Athugasemdir
banner
banner