Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 14:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Origi orðinn leikmaður AC Milan (Staðfest)
Mynd: EPA
AC Milan kynnti í dag að nýr leikmaður, Divock Origi, væri genginn í raðir félagsins og kemur hann frá Liverpool.

Belgíski sóknarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2026. Skipti hans til AC Milan hafa legið fyrir undanfarna mánuði.

Origi er uppalinn hjá Genk og Lille en var keyptur til Liverpool árið 2014 og var á mála hjá félaginu í átta ár. Hann var tvisvar sinnum lánaður í burtu, tók eitt tímabil með Lille áður en hann fór til Liverpool og var svo tímabilið 2017-18 hjá Wolfsburg.

Origi vann ensku úrvalsdeildina, bikarinn, deildabikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og HM félagsliða sem leikmaður Liverpool. Alls kom hann við sögu í 176 keppnisleikjum með Liverpool og skoraði 41 mark.

Origi hefur spilað 32 leiki fyrir landsliðið og skorað í þeim þrjú mörk. Á HM í Brasilíu 2014 varð hann yngsti markaskorari í sögu Belgíu á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner