Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. júlí 2022 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino rekinn frá PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
Franska félagið PSG hefur tilkynnt að félagið hafi slitið samstarfi sínu við stjórann Mauricio Pochettino. Félagið þakkar Pochettino fyrir hans vinnu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Brottrekstur Pochettino hefur legið í loftinu síðustu vikurnar og er fastlega búist við því að Christophe Galtier, fyrrum stjóri Lille og Nice, verði ráðinn nýr stjóri félagsins.

Pochettino tók við sem stjóri PSG í janúar 2021 eftir að Thomas Tuchel var látinn fara í lok árs 2020. PSG varð franskur bikarmeistari fyrir ári síðan og vann svo sinn 10. meistaratitil í vor.

Pochettino, sem er fimmtugur Argentínumaður, hefur á sínum ferli stýrt Espanyol, Southampton, Tottenham og PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner