Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. júlí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Richarlison byrjar í banni hjá Spurs fyrir að kasta blysi
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: Getty Images
Richarlison hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að hafa kastað blysi upp í stúku í leik með Everton gegn Chelsea þann 1. maí.

Brasilíski sóknarmaðurinn var keyptur til Tottenham á dögunum og verður í leikbanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þá fær hann 25 þúsund punda sekt.

Blysi var kastað á völlinn eftir að Richarlison skoraði og ákvað hann að kastað því aftur upp í stúkuna.

Everton skoraði tíu mörk og átti fimm stoðsendingar á síðasta tímabili og náði á endanum að hjálpa Everton að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Fyrr í þessum mánuði gerði Richarlison fimm ára samning við Spurs.
Athugasemdir
banner
banner