Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tammy Abraham til Besiktas (Staðfest)
Mynd: EPA
Tammy Abraham, fyrrum framherji Chelsea, er genginn í raðir tyrkneska félagsins Besiktas.

Hann kemur á eins árs lánssamningi frá ítalska félaginu Roma.

Besiktas greiðir tvær milljónir evra í lánsfé og þarf svo að kaupa hann á 13 milljónir evra. Heildarupphæðin er því 15 milljónir evra en sú upphæð gæti mögulega hækkað um tvær milljónir evra með framtíðar bónusum.

Roma er í tímapressu vegna FFP reglunnar hjá UEFA, félagið þurfti að laga bókhaldið hjá sér til þess að verða ekki refsað.

Abraham er 27 ára Englendingur sem lék á láni hjá AC Milan á síðasta tímabili. Þar skoraði hann tíu mörk í 44 leikjum í öllum keppnum.

Ole Gunnar Solskjær er stjóri Besiktas og hjá félaginu eru leikmenn eins og Alex Oxlade-Chamberlain, Ciro Immobile og Joao Mario. Liðið endaði í 4. sæti tyrknesku deildarinnar í vetur.

Athugasemdir
banner