Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, er efstur á óskalista Napoli í framherjastöðuna í sumar, en félagið er með varakost ef viðræður ganga ekki upp. Þetta kemur fram í Corriere dello Sport.
Umboðsmaður Nunez, Fali Ramadani, hefur skapað góð og sterk tengsl við Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli, síðustu vikur og er forsetinn nú sannfærður um að Nunez sé rétti leikmaðurinn.
Vandamálið er ekki Nunez heldur er það verðmiðinn á honum en Corriere dello Sport segir að Liverpool vilji fá 51 milljón punda fyrir kappann.
Liverpool hefur greitt Benfica megnið af þeim 85 milljónum sem félögin náðu samkomulagi um fyrir þremur árum og vill enska félagið reyna að fá sem mest fyrir Nunez sem er stjórnarmenn Liverpool álíta sem 'flopp' kaup.
Þar að auki er Nunez með um 7,2 milljónir punda í árslaun, en Napoli hefur ákveðið að hann er kostur númer eitt í framlínuna og mun reyna að kaupa hann.
Ef Liverpool haggast ekki á næstu tveimur sólarhringum mun Napoli hins vegar þurfa að horfa annað og er félagið með Lorenzo Lucca hjá Udinese.
Hann er falur fyrir um það bil 30 milljónir evra og með töluvert lægri launapakka en Nunez.
Athugasemdir