Richarlison er einn af þeim leikmönnum sem Thomas Frank, nýr stjóri Tottenham, ætlar að meta þegar allur hópurinn kemur saman og byrjar að æfa fyrir komandi tímabil.
Brasilíski framherjinn hefur verið orðaður í burtu að undanförn, verið t.d. orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.
Brasilíski framherjinn hefur verið orðaður í burtu að undanförn, verið t.d. orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.
Richarlison er sagður vilja berjast fyrir sæti sínu, meðvitaður um að hann hafi ekki sýnt sitt besta síðustu misseri.
Brassinn vill halda sæti sínu í landsliðinu og veit að hann þarf að spila til að eiga möguleika á því. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Spurs sem verður í Meistaradeildinni á komandi tímabili og félagið er sagt vera skoða styrkingar í fremstu línu.
Athugasemdir