Keith Andrews, sem var sérfræðingur í föstum leikatriðum hjá Brentford, var á dögunum ráðinn stjóri liðsins eftir að Thomas Frank hélt til Tottenham. Brentford tilkynnti í dag um fyrstu kaup félagsins eftir ráðninguna á Andrews.
Antoni Milambo er mættur til Brentford, hann er keyptur frá hollenska félaginu Feyenoord.
Antoni Milambo er mættur til Brentford, hann er keyptur frá hollenska félaginu Feyenoord.
Hollendingurinn er tvítugur og skrifar undir fimm ára samning hjá Brentford sem á möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.
Brentford greiðir 18 milljónir evra fyrir Milambo og getur kaupverðið hækkað um fjórar milljónir evra til viðbótar.
Hann skoraði fjögur mörk í 40 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni. Það er ekki horft á hann sem arftaka fyrir Christian Nörgaard sem er á leið til Arsenal, heldur leikmann sem smellpassar inn hjá félaginu og hefur verið á blaði í talsverðan tíma - sóknarsinnuð átta.
Athugasemdir