Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Elísabet hefur leik með Belgíu - Björn í teyminu hennar
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Belgíska fótboltasambandið
Elísabet Gunnarsdóttir hefur á eftir leik á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Hún er þjálfari belgíska liðsins sem mætir því ítalska í B-riðlinum klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Ísland hóf leik á Evrópumótinu í gær og tapaði þá gegn Finnlandi. Afar svekkjandi niðurstaða.

En Elísabet er líka fulltrúi Íslands á mótinu og það er möguleiki að Ísland og Belgía mætist í útsláttarkeppninni ef allt gengur upp. Í teymi Betu er líka Íslendingur því Björn Sigurbjörnsson, fyrrum þjálfari Selfoss og aðstoðarþjálfari Víkings, er í teyminu í kringum liðið.

Elísabet og Björn þekkjast vel en þau störfuðu áður saman lengi hjá Kristianstad.

Elísabet tók við Belgíu eftir að hafa stýrt Kristianstad í 14 ár. Hún fékk það verðuga verkefni í hendurnar að taka við Belgíu af Ives Serneels sem hafði stýrt belgíska landsliðinu í 14 ár og náð sögulegum árangri.

„Fjórtán ár er langur tími. Töfrarnir voru ekki lengur til staðar," sagði Imke Courtois, fyrrum leikmaður Belgíu, þegar þjálfarabreytingarnar voru gerðar.

Nú er það undir Elísabetu komið að finna töfrana aftur.



Athugasemdir
banner