Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini: Ömurlegt að horfa upp á að einstaklingur láti lífið í svona atburði
Diogo Jota: 1996-2025.
Diogo Jota: 1996-2025.
Mynd: EPA
Fótboltaheimurinn allur syrgir Diogo Jota sem lést í hræðilegu bílslysi á Spáni seint í gærkvöldi. Jota var frábær fótboltamaður, nýgiftur þriggja barna faðir.

Hann varð Englandsmeistari með Liverpool í vor og Þjóðadeildarmeistari með Portúgal í síðasta mánuði.

Hann var skemmtikraftur inn á vellinum, frábær í því að klára færi, hélt miklum hraða þegar hann var með boltann og hélt áhorfendum spenntum þegar hann gerði sig líklegan.

„Lífið er ekki bara fótbolti, það er auðvitað alltaf sorglegt þegar svona hlutir gerast, ömurlegt að horfa upp á að einstaklingur láti lífið í svona atburði," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net á æfingasvæði kvennalandsliðsins í Sviss.

Jota var 28 ára og hafði verið hjá Liverpool í fimm ár.
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Athugasemdir
banner
banner