banner
   mið 05. ágúst 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool í viðræðum við Betis um Mandi
Aissa Mandi
Aissa Mandi
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er í viðræðum við spænska félagið Real Betis um kaup á alsírska varnarmanninum Aissa Mandi en Haffid Derradji, íþróttafréttamaður hjá BEIN Sports fullyrðir þetta.

Mandi er 28 ára gamall miðvörður en hann getur einnig leyst af hægri bakvarðarstöðuna.

Hann á að baki 55 landsleiki með Alsír en hann hefur verið alger lykilmaður í liði Betis.

Samkvæmt Derradji þá er Liverpool í viðræðum við Betis um kaup á Mandi en Betis vill 9 milljónir punda fyrir leikmanninn. Samningur Mandi við Betis rennur út næsta sumar og er því Betis reiðubúið að selja leikmanninn.

Segir hann þá að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum en Liverpool þarf að styrkja varnarlínuna eftir að Dejan Lovren var seldur til Zenit í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner