Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur ekki haft samband við Borussia Dortmund vegna Jadon Sancho, en Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund í viðtali við SZ.
Enskir og þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðustu daga að Manchester United sé nálægt því að ganga frá kaupum á Sancho en leikmaðurinn á að hafa samþykkt fimm ára samning.
Dortmund var þá reiðubúið að leyfa United að greiðsludreifa kaupverðinu en Watzke vísar þessu til föðurhúsanna.
„Manchester United hefur ekki verið í sambandi við Borussia Dortmund vegna Sancho, hvort sem það sé óbeint eða í gegnum umboðsmenn," sagði Watzke.
„Það hefur aldrei komið tilboð í Jadon en við höfum þegar sagt frá því hvað viljum fá fyrir hann. Ég býst ekki við neinum erfiðleikum með þetta. Jadon hefur sætt sig við þetta og hann er mjög ánægjulegur og sanngjarn náungi," sagði hann ennfremur.
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, gerir ráð fyrir því að Sancho mæti í æfingabúðir með liðinu á mánudag og spili með Dortmund á komandi leiktíð.
„Ég geri ráð fyrir því að Jadon mæti í æfingabúðir Dortmund á mánudag og spila með okkur á komandi tímabili," sagði Zorc.
Athugasemdir