Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. ágúst 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn FCK reiðir: UEFA mafían
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar eru reiðir út í UEFA fyrir að leyfa ekki áhorfendur á Evrópuleikjum.

Víða um Kaupmannahöfn hafa verið hengdir upp borðar með áletruninni 'UEFA MAFIA'.

Leyfðir eru áhorfendur í dönskum leikjum en þó með ákveðnum takmörkunum eftir stærð leikvangar.

Leikvangurinn má ekki vera fullur og áhorfendur þurfa að halda smá bili, nema um sé að ræða nána einstaklinga.

UEFA ákvað hinsvegar að allir komandi Evrópuleikir yrðu leiknir án áhorfenda. Það sama á við um landsleiki og því verða til dæmis engir áhorfendur þegar Ísland fær England í heimsókn í Þjóðadeildinni.

FCK leikur í dag seinni leik sinn gegn Tyrklandsmeisturum Istanbúl Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn verður klukkan 16:55 á Parken en tyrkneska liðið vann fyrri leikinn 1-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner