Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. ágúst 2021 11:13
Innkastið
Atvikið í gær sem svíður mest fyrir KR-inga
Kristján Flóki ákvað að skjóta sjálfur.
Kristján Flóki ákvað að skjóta sjálfur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu er rætt um það atvik sem svíður mest fyrir KR-inga eftir 1-0 tapið gegn Val í stórleik Pepsi Max-deildarinnar.

„Það er færið sem Kristján Flóki fékk en varið var frá honum. Hann hefði bara þurft að renna boltanum á Kjartan Henry sem hefði skorað og komið KR yfir," segir Elvar Geir Magnússon en færið kom á 62. mínútu, þegar staðan var markalaus.

„VÁ! KRISTJÁN FLÓKI!!! Óskar á frábæra sendingu í gegn og þar eru Flóki og Kjartan tveir á móti markmanni, Flóki ákveður að skjóta, beint á Hannes sem slær í horn með Kjartan aleinan inn í markteignum. Sá var ekki glaður. LANGbesta færið hingað til," skrifaði Magnús Þór Jónsson í textalýsingu frá leiknum.

Í Innkastinu er fabúlerað um hvort Kristján Flóki hafi vitað af Kjartani en Benedikt Bóas Hinriksson, sem var í stúkunni, telur svo hafa verið.

„Það er vont ef hann tók meðvitaða ákvörðun um að skjóta sjálfur. Því færið er ekki gott, xG-ið er ekki gott," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu en hér að neðan má sjá skjáskot af atvikinu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, tók það.

Í þættinum er talað um hversu pirraðir KR-ingar hafi verið í lok leiksins enda voru þeir að missa af tækifæri til að stimpla sig inn í toppbaráttuna.


Innkastið - Sjokkerandi FH-ingar og Hlíðarendahlátur
Athugasemdir
banner
banner