Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fim 05. september 2019 20:16
Sævar Ólafsson
Eysteinn Húni: Við ætlum upp á endanum
Lærisveinar Eysteins Húna voru stimplaðir úr toppbaráttunni í kvöld
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lærisveinar Eysteins Húna Haukssonar í Keflavík voru stimplaðir úr úr toppbaráttu Inkassodeildarinnar á Leiknisvelli í dag á grát- og stórkostlega dramatískan hátt. Augnablikum áður fundu Keflvíkingar sig í álitlegum séns sem Eyjólfur í marki gestanna varði og svo eins og hendi væri veifað ætlaði allt um koll að keyra þegar Sólon Breki Leifsson skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

„ Já, þetta hefur gerst hjá okkur áður – að við eigum færi örstuttu áður en svo klára þeir þetta
„ “

„Þar sem ég hvorki sáttur við varnarleik okkar manna né dómarann þar sem mér fannst vera brot þarna í aðdragandanum – en það þýðir ekkert að pæla í því, þetta féll þeirra megin“

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Keflavík

Keflvíkingar áttu beittan og góðan síðari hálfleik eftir flata frammistöðu í fyrri hálfleik en það dugði ekki til að þessu sinni.

„Já það voru of margir í liðinu hjá okkur sem voru ekki alveg 100% þarna í fyrri hálfleik og það náttúrulega gengur ekki gegn Leikni – þannig að Sindri í raun heldur okkur á floti í markinu í fyrri hálfleik en svo í síðari hálfleik er þetta jafnara og og við förum að láta meira til okkar taka“

„Það eru bara svona hlutir sem vantar hjá okkur – t.d þegar við setjum hann í slánn þá fylgir enginn eftir og þetta skilur á milli og við þurfum bara að gera betur

Keflvíkingar eru nú formlega úr leik í toppbaráttu Inkassodeildarinnar – var ætlunin að fara upp?

„Við ætlum upp á endanum“

„Ef við hefðum verið eitt af þeim tveimur liðum sem hefði verið tilbúnast þá náttúrulega hefðum við farið upp en okkur náttúrulega grunaði það að við þyrftum smá tíma og það er að koma ljós að það verður ekki núna “

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner