Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 05. september 2019 20:37
Sævar Ólafsson
Siggi Höskulds: Týpískur endir á þessum leik
Vonir lifa í Breiðholti
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Von Leiknismanna lifir enn eftir dramatík sem Bílastæðaverðirnir eða Leiðarljós hefði ekki getað framkallað. Þegar öll sund virtust lokuð og bæði heimamenn og gestirnir að stimpla sig út úr séns á Pepsi Max sæti var það Sólon Breki Leifsson sem skoraði markið sem heldur lífi í Leiknismönnum en slökkti um leið vonir Keflvíkinga.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Keflavík

Sekúndubrotum áður höfðu Keflvíkingar átt vænlegan séns sem Eyjólfur í marki Leiknismanna varði og upp fara Leiknismenn og skora þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum.

„Það voru náttúrulega óteljandi færi í þessum leik á báða bóga, þannig að þetta var bara einhvern veginn týpískur endir á þessum leik að þetta mynd enda með að það myndi detta mark öðru hvoru megin“

„Já í fyrri hálfleiknum lágu þeir aðeins til baka og leyfðu okkur að vera með boltann og við gerðum það bara mjög vel – mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik en þeir svona hættulegir á break´inu en mér fannst gott jafnvægi í liðinu hjá okkur að verjast því"

"Svo í seinni hálfleiknum koma Keflvíkingarnir bara flottir út og eru í raun bara ívið betri aðillinn. Spiluðu þennan seinni hálfleik bara mjög vel “

„Geggjaður karakter hjá okkur að klára þetta í lokin og við fengum fullt af færum og þeir líka þannig að þetta var bara frábær fótboltaleikur“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner