Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 05. september 2019 20:37
Sævar Ólafsson
Siggi Höskulds: Týpískur endir á þessum leik
Vonir lifa í Breiðholti
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknismanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Von Leiknismanna lifir enn eftir dramatík sem Bílastæðaverðirnir eða Leiðarljós hefði ekki getað framkallað. Þegar öll sund virtust lokuð og bæði heimamenn og gestirnir að stimpla sig út úr séns á Pepsi Max sæti var það Sólon Breki Leifsson sem skoraði markið sem heldur lífi í Leiknismönnum en slökkti um leið vonir Keflvíkinga.
„Nei það verður ekki sætara – frábær karakter í liðinu að klára þetta“
Stutt, laggott og yfirvegað hjá Sigurði Heiðari sem reyndist svo sannarlega með báða fætur á jörðinni.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Keflavík

Sekúndubrotum áður höfðu Keflvíkingar átt vænlegan séns sem Eyjólfur í marki Leiknismanna varði og upp fara Leiknismenn og skora þegar aðeins sekúndur voru eftir af leiknum.

„Það voru náttúrulega óteljandi færi í þessum leik á báða bóga, þannig að þetta var bara einhvern veginn týpískur endir á þessum leik að þetta mynd enda með að það myndi detta mark öðru hvoru megin“

„Já í fyrri hálfleiknum lágu þeir aðeins til baka og leyfðu okkur að vera með boltann og við gerðum það bara mjög vel – mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik en þeir svona hættulegir á break´inu en mér fannst gott jafnvægi í liðinu hjá okkur að verjast því"

"Svo í seinni hálfleiknum koma Keflvíkingarnir bara flottir út og eru í raun bara ívið betri aðillinn. Spiluðu þennan seinni hálfleik bara mjög vel “

„Geggjaður karakter hjá okkur að klára þetta í lokin og við fengum fullt af færum og þeir líka þannig að þetta var bara frábær fótboltaleikur“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner