Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 05. september 2022 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Beerschot áður fengið framherja frá Akureyri
Nökkvi Þeyr Þórisson
Nökkvi Þeyr Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson spilaði fyrir Ekeren sem heitir í dag Beerschot
Guðmundur Benediktsson spilaði fyrir Ekeren sem heitir í dag Beerschot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nökkvi Þeyr Þórisson, lykilmaður KA, er að ganga í raðir Beerschot í B-deildinni í Belgíu, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður frá Akureyri semur við félagið.

Dr. Football greindi frá samkomulagi KA við Beerschot í dag og að Nökkvi væri á leið í læknisskoðun hjá belgíska félaginu.

Nökkvi hefur verið einn og ef ekki besti leikmaður Bestu deildarinnar á þessu tímabili þar sem hann hefur skorað 17 mörk og þá einnig verið duglegur í að leggja upp fyrir liðsfélaga sína.

KA er að missa sinn besta mann í atvinnumennsku en þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður frá Akureyri er seldur til Beerschot. Það eru Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu sem vekur athygli á þessu á Twitter.

Félagið Germinal Ekeren var stofnað árið 1920 og 71 ári síðar var Guðmundur Benediktsson keyptur til félagsins frá Þór. Hann meiddist þrisvar á tíma sínum þar og snéri aftur heim í Þór árið 1994.

Nafni belgíska félagsins var breytt tvisvar áður, í Germinal Beerschot og svo í Beerschot AC áður en það varð gjaldþrota árið 2013. Félagið var sett á laggirnar aftur og heitir í dag Koninklijke Beerschot Voetbalclub Antwerpen.


Athugasemdir
banner
banner