Kolbeinn Birgir Finnsson er kominn inn í A-landsliðshópinn fyrir leiki gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins.
Kolbeinn er 24 ára gamall vinstri bakvörður sem er á mála hjá Lyngby í Danmörku. Hann var áður í varaliði Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Hann hefur verið heilla með Lyngby en hann hefur meðal annars heillað landsliðsþjálfarann, Age Hareide. Kolbeinn æfði með A-landsliðinu í sumar og stóð sig vel á æfingum.
„Algjörlega, ég hef líka séð hann spila með Lyngby; hef farið til Kaupmannahafnar og séð liðið spila leiki. Hann hefur gert mjög vel, leggur mikið á sig," sagði Hareide við Fótbolta.net í gær.
„Freyr (Alexandersson) er að gera flotta hluti í Lyngby og bæði Sævar (Atli Magnússon) og Kolbeinn eru hér og Alfreð (Finnbogason) var auðvitað þar áður. Framtíð Kolbeins lítur vel út."
Athugasemdir