Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 05. september 2024 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ánægður með skref Orra - Nefndi tvo aðra framherja
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands.
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf spennandi þegar okkar menn fara í stærri deild, og mikilvægt fyrir þá sjálfa og okkar lið," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í Orra Stein Óskarsson í dag.

Orri Steinn hefur verið mikið í fréttum síðustu daga út af félagaskiptum sínum til Real Sociedad á Spáni.

Orri var undir lok félagaskiptagluggans einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu en hann var meðal annars orðaður við Englandsmeistara Manchester City. En hann endaði hjá Sociedad sem borgaði fyrir hann 20 milljónir evra til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn.

Landsliðsþjálfarinn er ánægður með þetta skref hjá Orra og nefndi tvo aðra framherja sem hafa þróað sinn leik hjá Sociedad.

„Real Sociedad er þekkt fyrir að þróa framherja eins og Alexander Sörloth sem er núna hjá Atletico Madrid og Alexander Isak sem er núna hjá Newcastle. Þeir eru þekktir fyrir að þróa unga framherja," sagði Hareide.

„Ég er glaður að Orri fari þangað og vonandi fær hann að spila og þróast. Hann er mjög spennandi framherji."

Orri, sem er nýorðinn tvítugur, hefur spilað átta A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner