Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 03. september 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Icelandair
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bara frábær tilfinning. Ég er stoltur af því að vera hluti af klúbbnum og fá þetta tækifæri að spila í einni stærstu deild í heimi er bara forréttindi," segir Orri Steinn Óskarsson sem á föstudag gekk í raðir Real Sociedad á Spáni.

Þessi tvítugi sóknarmaður er kominn til Íslands til að taka þátt í komandi landsleikjum en hann ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið.

Viðburðaríkur gluggadagur
Orri var orðaður við fjöldamörg lið í sumarglugganum en á gluggadeginum sjálfum flaug hann með einkaþotu til San Sebastian og samdi við Real Sociedad.

„Það gerðist mikið og maður vissi ekki hvað var að fara að gerast og hvað ekki. Á endanum small þetta allt saman og við vorum á leið til í Spánar nánast bara upp úr engu. Þetta er ekki eitthvað sem maður átti von á, ég var bara mjög glaður í FCK og svo þegar þetta tækifæri kom upp þá fannst mér eiginlega ekki hægt að neita því."

Orri segist hafa verið mjög hrifinn af þeim áætlunum sem forráðamenn Real Sociedad kynntu fyrir honum og hvernig þeir hyggjast vinna með unga leikmenn. Íslendingurinn er dýrastur í sögu Sociedad og einnig dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. 20 milljóna evra verðmiðinn hefur þó ekki mikil áhrif á Orra sjálfan.

„Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum og hefur engin áhrif á það hvernig ég æfi, spila, sef eða vakna. Því fyrr sem þú nærð þessu út úr hausnum á þér því betra," segir Orri.

Alfreð gefur góð ráð
Alfreð Finnbogason er fyrrum leikmaður Real Sociedad og sagði við stuðningsmenn spænska liðsins á X samfélagsmiðlinum að ef þeir gæfu Orra ást myndu þeir fá mörk til baka.

„Ég talaði aðeins við Alfreð og heyrði líka í honum áður en ég kom hingað líka. Ég tek fullt af lærdómi frá honum, hvað virkaði fyrir hann og hvað ekki. Við eigum mjög gott samband og getum talað saman endalaust. Það er frábært að hafa einhvern til að geta snúið sér að," segir Orri.

Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Orri um leikstíl Real Sociedad og svo auðvitað um landsliðið en framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni,
Athugasemdir
banner
banner