De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 03. september 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Icelandair
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Orri á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bara frábær tilfinning. Ég er stoltur af því að vera hluti af klúbbnum og fá þetta tækifæri að spila í einni stærstu deild í heimi er bara forréttindi," segir Orri Steinn Óskarsson sem á föstudag gekk í raðir Real Sociedad á Spáni.

Þessi tvítugi sóknarmaður er kominn til Íslands til að taka þátt í komandi landsleikjum en hann ræddi við Fótbolta.net fyrir utan Hilton Reykjavík Nordica hótelið.

Viðburðaríkur gluggadagur
Orri var orðaður við fjöldamörg lið í sumarglugganum en á gluggadeginum sjálfum flaug hann með einkaþotu til San Sebastian og samdi við Real Sociedad.

„Það gerðist mikið og maður vissi ekki hvað var að fara að gerast og hvað ekki. Á endanum small þetta allt saman og við vorum á leið til í Spánar nánast bara upp úr engu. Þetta er ekki eitthvað sem maður átti von á, ég var bara mjög glaður í FCK og svo þegar þetta tækifæri kom upp þá fannst mér eiginlega ekki hægt að neita því."

Orri segist hafa verið mjög hrifinn af þeim áætlunum sem forráðamenn Real Sociedad kynntu fyrir honum og hvernig þeir hyggjast vinna með unga leikmenn. Íslendingurinn er dýrastur í sögu Sociedad og einnig dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. 20 milljóna evra verðmiðinn hefur þó ekki mikil áhrif á Orra sjálfan.

„Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum og hefur engin áhrif á það hvernig ég æfi, spila, sef eða vakna. Því fyrr sem þú nærð þessu út úr hausnum á þér því betra," segir Orri.

Alfreð gefur góð ráð
Alfreð Finnbogason er fyrrum leikmaður Real Sociedad og sagði við stuðningsmenn spænska liðsins á X samfélagsmiðlinum að ef þeir gæfu Orra ást myndu þeir fá mörk til baka.

„Ég talaði aðeins við Alfreð og heyrði líka í honum áður en ég kom hingað líka. Ég tek fullt af lærdómi frá honum, hvað virkaði fyrir hann og hvað ekki. Við eigum mjög gott samband og getum talað saman endalaust. Það er frábært að hafa einhvern til að geta snúið sér að," segir Orri.

Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Orri um leikstíl Real Sociedad og svo auðvitað um landsliðið en framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni,
Athugasemdir
banner
banner