Ísland U19 3 - 0 Mexíkó U19
1-0 Tómas Johannessen ('61 )
2-0 Daníel Tristan Guðjohnsen ('65 )
3-0 Tómas Johannessen ('78 )
Lestu um leikinn
1-0 Tómas Johannessen ('61 )
2-0 Daníel Tristan Guðjohnsen ('65 )
3-0 Tómas Johannessen ('78 )
Lestu um leikinn
U19 landslið karla hóf í dag leik á æfingamóti sem fer fram í Slóveníu. Ísland vann Mexíkó 3-0 þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Tómas Johannessen, fyrrum leikmaður Gróttu, skoraði tvívegis en hann er nú hjá unglingaliði AZ Alkmaar. Hann kom Íslandi yfir í leiknum og nokkrum mínútum síðar skoraði Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö og sonur Eiðs Smára, og tvöfaldaði forystu Íslands.
„VÁ GÆÐIN!!! Stígur gerir frábærlega, finnur Daníel inná teig Mexíkó og boltinn skoppar upp fyrir hann og ruglað slútt!!! 2-0 frábært mark!!" skrifaði Daníel Darri Arnarsson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net.
Tómas skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 78. mínútu með kraftmiklu skoti upp í þaknetið. 3-0 urðu lokatölur.
Íslenska liðið mætir svo Katar á laugardag kl. 12:00 og Kasakstan á þriðjudaginn kl. 14:30.
Athugasemdir