Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. október 2018 22:05
Elvar Geir Magnússon
Mirror: Búið að ákveða að reka Mourinho - Sama hvernig fer á morgun
Verður Mourinho rekinn um helgina?
Verður Mourinho rekinn um helgina?
Mynd: Getty Images
Daily Mirror segist hafa heimildir fyrir því að búið sé að ákveða að reka Jose Mourinho frá Manchester United.

Sagt er að hann hafi tapað trausti stjórnarinnar og muni missa starfið, sama hvernig fer í leiknum gegn Newcastle á morgun.

Leikmenn, stuðningsmenn og starfsfólk á Old Trafford hafa hneykslast á hegðun Mourinho undanfarna mánuði. Mirror segir að æðstu menn félagsins, þar á meðal framkvæmdastjórinn Ed Woodward, hafi fengið nóg.

Mourinho var fámáll á fréttamannafundi í morgun.

United er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum frá toppnum, og hefur ekki unnið síðustu fjóra leiki í öllum keppnum.

Baulað var á liðið eftir leiðinlegt 0-0 jafntefli gegn Valencia í miðri viku og sagt er að það hafi endanlega sannfært æðstu menn félagsins um að breytingar séu nauðsynlegar.

Zinedine Zidane hefur verið helst orðaður við stjórastarf United en Mirror segir að Michael Carrick gæti verið ráðinn bráðabirgðastjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner