Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 10:54
Magnús Már Einarsson
Fyrrum aðstoðarmaður Klopp: Ég stýrði liðunum í 17 ár
Zeljko Buvac
Zeljko Buvac
Mynd: Getty Images
Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool segist ekki hafa óskað honum eða leikmönnum Liverpool til hamingju með enska meistaratitilinn síðastliðið sumar.

Buvac hætti óvænt störfum í apríl 2018 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Klopp hjá Mainz, Dortmund og Liverpool. Þeir höfðu unnið saman í 17 ár áður en ósætti kom upp á milli þeirra.

Buvac segist ekki hafa óskað neinum hjá Liverpool til hamingju í sumar en hann segist hafa verið stjóri liðanna hjá Klopp.

„Ég vann starfið eins og stjóri fyrir utan það að tala opinberlega og gefa viðtöl. Fyrir utan það stýrði ég öllu og reyndi að hafa eins mikil áhrif á að liðinu myndi ganga vel og ég gat. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda," sagði Buvac.

Hinn 56 ár gamli Buvac er í dag yfirmaður íþróttamála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner