banner
   mán 05. október 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert Aron til Brescia (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir Brescia á Ítalíu.

Hólmbert kemur til Brescia, sem er í B-deild á Ítalíu, frá Álasundi í Noregi. Félagaskiptin voru fyrr í dag sögð í hættu vegna meiðsla Hólmbert, en þau hafa nú gengið í gegn.

Hólmbert hefur verið hjá Álasundi í Noregi frá 2018 en hann er með ellefu mörk fyrir liðið á tímabilinu.

Hólmbert, sem er 27 ára, á fjóra A-landsleiki að baki en hann skoraði gegn Belgíu í síðasta landsleikjaglugga.

Brescia féll úr ít­ölsku A-deild­inni á síðustu leiktíð en Birkir Bjarnason er meðal leikmanna félagsins. Hvort að Birkir verði hjá félaginu á þessu tímabili er óljóst. Hann hefur verið orðaður við Sion í Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner