mið 05. október 2022 11:16
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Kristmunds tekur við Víkingi Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur samið við Brynjar Kristmundsson um að gerast aðalþjálfari liðsins en samningurinn er til tveggja ára. Brynjar er fyrrum leikmaður liðsins og hefur verið aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár.

Í yfirlýsingu Ólafsvíkurfélagsins segir að Brynjar hafi verið fyrsti kostur til að taka við af Guðjóni Þórðarsyni. Liðið hafnaði í sjöunda sæti 2. deildar í sumar.

„Starfið leggst mjög vel í mig. Félagið hefur verið risastór partur af mínu lífi og er ég virkilega stoltur að vera kominn í þetta starf. Ég hef fengið frábæran skóla undanfarin ár og að hafa starfað með manni eins og Guðjóni hefur verið mjög dýrmæt reynsla fyrir mig," segir Brynjar sem er 30 ára gamall.

Brynjar er uppalinn á Snæfellsnesi og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Víkingi árið 2008, aðeins 16 ára gamall. Auk þess að spila með Víkingi Ó. lék hann einnig með Val, Fram, Gróttu, Þrótti Vogum og nú síðast Reyni Hellissandi. Alls urðu meistaraflokksleikirnir 267 í deild og bikar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner