Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnlaugur Fannar horfir upp í Bestu deildina
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er að skoða í kringum sig þar sem samningur hans við Kórdrengi er að renna út.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá vill Gunnlaugur Fannar skoða það að reyna fyrir sér í Bestu deildinni á nýjan leik en hann lék þar áður fyrr með Víkingum.

Í sumar spilaði Gunnlaugur Fannar 20 leiki með Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Varnarmaðurinn, sem er uppalinn hjá Haukum og Álftanesi, hefur leikið með Kórdrengjum frá 2020. Þar áður lék hann með Víkingum frá 2017.

Hann hefur verið mikilvægur hluti af liði Kórdrengja en sagan segir að hann langi núna að færa sig hærra. Gunnlaugur Fannar er 28 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner