Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 05. október 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Víkingar geta svo gott sem gert út um Evrópuvonir Vals
Víkingar fá Val í heimsókn
Víkingar fá Val í heimsókn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tveir leikir eru spilaðir í Bestu deild karla í dag. Valur þarf sigur gegn Víking til að eiga einhvern möguleika á að komast í Evrópukeppni á meðan FH á erfitt verkefni í Vestmannaeyjum.

Víkingur er í 3. sæti í efri hluta deildarinnar og getur með sigri komist upp fyrir KA í 2. sætið. Breiðablik er að stinga af og þarf mikið að gerast til að titilbaráttan verði spennandi.

Valur hins vegar þarf sigur til að eiga smá möguleika á því að komast í Evrópukeppni. Ef liðið tapar í kvöld þá er sá draumur svo gott sem úti en Valur er ellefu stigum á eftir Víkingi.

Í neðri hlutanum er mikill baráttuleikur framundan í Vestmannaeyjum er ÍBV fær FH í heimsókn. FH er í næst neðsta sæti neðri hlutans og situr í fallsæti. Liðið er með 19 stig en ÍBV er í 3. sæti neðri hlutans með 20 stig.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
15:30 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner