Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stankovic að taka við Sampdoria
Dejan Stankovic
Dejan Stankovic
Mynd: EPA
Serbneski þjálfarinn Dejan Stankovic er að snúa aftur í ítalska boltann, en hann er að taka við liði Sampdoria. Þetta kemur fram í ítölskum miðlum.

Stankovic hefur verið án starfs síðan í lok ágúst en þá sagði hann af sér sem þjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu er honum mistókst að koma liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Eins og flestum er kunnugt tók góðvinur hans og fyrrum aðstoðarmaður hjá Rauðu stjörnunni, Milos Milojevic, við starfinu af honum.

Stankovic, sem spilaði í fimmtán ár á Ítalíu með Lazio og Inter, er nú að snúa aftur til Ítalíu en að þessu sinni sem þjálfari Sampdoria.

Sampdoria rak Marco Giampaolo frá félaginu á dögunum eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu. Sampdoria fundaði með Stankovic í gær og er það nú ljóst að hann mun taka við búinu.

Stankovic hefur áður þjálfað á Ítalíu en hann var aðstoðarþjálfari Udinese tímabilið 2014-2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner