Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. nóvember 2020 14:25
Magnús Már Einarsson
Andrés Már leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hinn 32 ára gamli Andrés er leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild en hann hefur spilað 191 leik í efstu deild.

„Andrés hefur reynst Fylki frábærlega, spilað 191 leik í efstu deild og þjónað sínu félagi vel," segir á heimasíðu Fylkis.

„Andrés spilaði einn A landsleik og 14 leiki með yngri landsliðum.
Við viljum þakka Andrési fyrir hans frábæra feril hjá félaginu og hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í framtíðinni."


Frá 2011 til 2014 var Andrés á mála hjá Haugasund í Noregi en hann hefur leikið með Fylki alla sína tíð þess fyrir utan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner