Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. nóvember 2020 14:14
Elvar Geir Magnússon
Enski hópurinn sem mætir Íslandi - Greenwood ekki valinn
Phil Foden í fyrri leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni. Foden var ekki valinn.
Phil Foden í fyrri leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni. Foden var ekki valinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden, miðjumaður Manchester City, er valinn í enska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Írlandi, Belgíu og Íslandi. Hinsvegar er ekki pláss fyrir Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United.

Báðum var vísað úr hópnum í september eftir að hafa brotið sóttvarnareglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur í heimsókn til sín á hótel í Reykjavík.

Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, missir af verkefninu vegna meiðsla.

Leikur Englands og Íslands í Þjóðadeildinni verður 18. nóvember á Wembley og verður leikið án áhorfenda. England vann 1-0 sigur þegar liðin áttust við á Laugardalsvelli í september. Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í blálokin.

Markverðir: Dean Henderson, Jordan Pickford, Nick Pope.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Eric Dier, Joe Gomez, Reece James, Michael Keane, Harry Maguire, Ainsley Maitland-Niles, Tyrone Mings, Bukayo Saka, Kieran Tripper, Kyle Walker.

Miðjumenn: Phil Foden, Jordan Henderson, Mason Mount, Declan Rice, James Ward-Prowse, Harry Winks.

Sóknarmenn: Tammy Abraham, Dominic Calvert-Lewin, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Raheem Sterling.
Athugasemdir
banner
banner