
Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á föstudagskvöld þegar Southampton tekur á móti Aston Villa á St. Mary's.
Umferðinni lýkur svo á sunnudag með viðureign West Ham og Liverpool.
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks og þjálfari Rave Cave Dave í Fantasy Premier League, er spámaður umferðarinnar. Davíð er seigur Fantasy-spilari og kemur inn á nokkra mola í spá sinni. Lesendur geta nálgast nýjustu þættina af Enska boltanum og Fantabrögðum hér neðst í fréttinni.
Davíð Snær Jóhannsson var spámaður síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.
Svona spáir Davíð leikjum umferðarinnar:
Umferðinni lýkur svo á sunnudag með viðureign West Ham og Liverpool.
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks og þjálfari Rave Cave Dave í Fantasy Premier League, er spámaður umferðarinnar. Davíð er seigur Fantasy-spilari og kemur inn á nokkra mola í spá sinni. Lesendur geta nálgast nýjustu þættina af Enska boltanum og Fantabrögðum hér neðst í fréttinni.
Davíð Snær Jóhannsson var spámaður síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.
Svona spáir Davíð leikjum umferðarinnar:
Southampton 1-0 Aston Villa
Fyrir tímabilið spáði ég Southampton falli. Byggði það aðallega á brotthvarfi Ings og Vestegaard en þeir eru einhvernveginn ólseigir og vinna þennan leik 1-0 með marki frá Che Adams. Livramento með stoðsendingu. Gæti verið síðasti leikur Dean Smith með Aston Villa.
Manchester United 1-1 Manchester City
Spái óvæntu jafntefli í grannaslagnum. Ole Gunnar tolleraður og verðlaunaður með nýjum sex ára samningi eftir leik. Gæti alveg séð 0-0, 1-0 eða 0-5 samt. Þrítryggi þennan.
Brentford 2-0 Norwich
Ætli ég fari ekki út á róló klukkan 15 á laugardaginn. Ivan Toney hefur ekki skorað síðan í fimmtu umferð en hlýtur að skora núna. Er að spá í að kaupa hann í Fantasy, veit samt ekki hvort ég láti verða að því. Norwich getur ekkert.
Chelsea 2-0 Burnley
Óþægilega mikill meistarafnykur af þessu Chelsea liði. Halda pottþétt hreinu í þessum leik en skora sennilega ekki 7 eins og í síðasta heimaleik. Havertz og Reece James skora mörkin.
Crystal Palace 0-1 Wolves
Patrick Vieira og félagar eru ennþá í skýjunum eftir sigurinn á Etihad síðustu helgi. Raúl Jimenez er kominn í gang og skorar. Ef hann skorar ekki, þá verður það Hwang.
Brighton 2-0 Newcastle
Ég ætla að spá Brighton sigri í þessum leik en það er bara fyrir harðasta og líklega eina Brighton mann landsins, Andra Rafn Yeoman. Er með bæði Sánchez og Duffy í Fantasy liðinu mínu þannig hreint lak frá þeim gerir mikið fyrir mig. Setjum eitt mark á Duffy og Cucurella skorar líka.
Arsenal 2-1 Watford
Helvítis skrið á Arsenal. Watford stöðvar þá ekki þessa helgina. Karl faðir minn verður kátur og ég mæti fýldur í sunnudagsmatinn þar sem Arsenal verður ofar í töflunni en mínir menn í United.
Everton 0-3 Tottenham
Sá megnið af leiknum hjá Everton gegn Wolves á mánudaginn. Þeir voru ekkert eðlilega lélegir. Verður áhugavert að sjá hvernig Tottenham kemur til leiks og hvort Conte nái að kveikja á Kane í framhaldinu. Þeir rúlla allavega yfir Everton. Kane skorar 0-3 mörk.
Leeds 1-2 Leicester
Leeds vann Norwich í síðasta leik en hefði ekki unnið neitt annað úrvalsdeildarleið með sömu frammistöðu. Raphinha skorar fyrir þá og tryggir mér nokkur stig í Fantasy í leiðinni og Vardy skorar allavega eitt fyrir Leicester.
West Ham 1-3 Liverpool
West Ham heldur ekki oft hreinu þannig það má búast við markaleik. Er að gera það upp við sjálfan mig hvort ég eigi að selja Antonio í Fantasy. Hjartað segir já en hausinn segir nei. Aðeins eitt mark í síðustu 4 leikjum og 2 í síðustu 7 umferðum. Það skiptir samt engu máli í stóra samhenginu því Liverpool vinnur þetta nokkuð örugglega.
Fyrri spámenn:
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
2 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
3 | Liverpool | 3 | 3 | 0 | 0 | 8 | 4 | +4 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
9 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
10 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
11 | Man Utd | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 4 | 0 | 4 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
15 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
16 | Man City | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 4 | +1 | 3 |
17 | Burnley | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | -2 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir