Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 30. október 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær spáir í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Davíð Snær og Papa Joe
Davíð Snær og Papa Joe
Mynd: DSJ
Benteke þakkar traustið
Benteke þakkar traustið
Mynd: EPA
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri
Mynd: Watford
Tíunda umferð ensku úrvalsdeidarinnar hefst klukkan 11:30 þegar Arsenal heimsækir Leicester á King Power leikvanginum í Leicester. Umferðinni lýkur svo á mánudag með leik Wolves og Everton.

Davíð Snær Jóhannsson, stuðningsmaður Watford og leikmaður Keflavíkur, er spámaður umferðarinnar.

Jeppinn sjálfur, Jeppkall (Bjarki Viðarsson) var spámaður í síðustu umferð og var með fjóra leiki af tíu rétta.

Svona spáir Davíð leikjum umferðarinnar:

Leicester 1-2 Arsenal
Harðasti Arsenal maður landsins Rúnar Þór verður á Tene með einn óáfengan að horfa Arsenal sækja 3 stigin. Auba með 2.

Burnley 1-1 Brentford
Burnley eru mikið að vinna með að sækja eitt stig í einu fílósófíuna og halda því áfram þessa helgina.

Liverpool 2-0 Brighton
Liverpool á alvöru siglingu, því miður, meira vil ég ekki segja um Liverpool. Salah með tvö.

Man City 0-1 Crystal Palace
Patrick Vieira sækir annan sigurinn á tímabilinu með skalla frá BenTANKe á 90+, óvænt.

Newcastle 0-3 Chelsea
Bjartir tímar eru framundan hjá Newcastle en þeir byrja ekki um helgina því Chelsea sækir mjög þægileg 3 stig, Mount með tvö og þriðja kemur úr vörninni.

Watford 4-1 Southampton
OOO Ranieri!! Við fáu sem höldum með geitungunum hér á Íslandi erum virkilega sáttir með Claudio. leikur eitt hjá honum var vissulega ekki leikur einn. En eftir fimm mörkin sem hann bauð upp á móti Everton fær mann til að dreyma um Conference League :) Högg að Dennis sé í banni en Sarr og King bjóða bara í staðinn upp á veislu og setja tvö hvor.

Tottenham 3-0 Man Utd
Þetta verður dropinn sem fyllir mælinn og Ole verður rekinn fyrir fyrsta kaffibolla á mánudaginn. Ole out heyri ég reglulega frá Papa Joe.

Norwich 0-1 Leeds
Botnslagur helgarinnar og verða gæðin í samræmi við það en betra árangur á Yoyo testum mun skila marki frá Leedsurum í lok leiks sem Dan James mun bjóða upp á

Aston Villa 0-2 West Ham
Hitti Nonna frænda í dag og hann sagði mér að þetta er auðveldasta spá helgarinnar. Þegar hann talar þá hlusta ég!.

Wolves 2-2 Everton
Þetta verður virkilega skemmtilegur mánudags leikur og mun xg vera hærra en mörkin í þessum leik. Raul Jimenez mun jafna leikinn með fallegum einleik.

Fyrri spámenn:
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Enski boltinn - Íslandsmeistarar rýndu í stöðu Solskjær
Fantabrögð - 9. umferð - Að gera sér dagamun
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner