Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 02. október 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már spáir í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Nimes
Revenge mission hjá Lukaku og félögum.
Revenge mission hjá Lukaku og félögum.
Mynd: EPA
Elías Már á landsliðsæfingu í mars 2017.
Elías Már á landsliðsæfingu í mars 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes í Frakklandi, er spámaður fyrir leiki helgarinnar.

Elias var í landsliðshópnum sem valinn var í gær, í fyrsta sinn í talsverðan tíma.

Sammi, leikmaður KV, var spámaður síðustu umferðar og var með fjóra leiki rétta.

Svona spáir Elías leikjum helgarinnar:

Man Utd 3 - 2 Everton
Everton munu standa í United en Ronaldo er heitur og virðist skora leik eftir leik. Jesse Lingard skorar loka markið og Man Utd taka stigin þrjú.

Burnley 1 - 0 Norwich
Fallbaráttu slagur sem Burnley mun vinna.

Chelsea 4 - 0 Southampton
Chelsea hefur tapað 2 síðustu leikjum án þess að skora. Sé Southampton ekki eiga neitt í Romelu Lukaku sem verður allt í öllu þarna að skora og leggja upp. Því miður fyrir Southampton menn þá eru Chelsea að fara á revenge mission.

Leeds 3 - 3 Watford
Leeds hafa ekki farið vel af stað eftir flott síðasta tímabil. Held þeir munu ná í eitt stig í þessum leik

Wolves 1 - 1 Newcastle
Raúl Jimenez er farinn að skora aftur og heldur uppteknum hætti. Saint Maximin jafnar. Norðrið heldur áfram að snúast gegn kraftaverkamanninum Steve Bruce.

Brighton 1 - 2 Arsenal
Arsenal hafa verið að líta betur út eftir lélega byrjun og Brighton hafa byrjað mjög vel og komið á óvart. Ég held þetta verði frekar jafn leikur en mun detta hjá Arsenal.

Crystal Palace 2 - 3 Leicester
Crystal Palace verið rosalega mikið annaðhvort eða lið. Leicester hefur byrjað brösulega en sækir torsóttan sigur. Zaha og Edouard skora fyrir Crystal Palace en Ademola Lookman og Jamie Vardy loka þessu fyrir Leicester.

Tottenham 2 - 1 Aston Villa
Tottenham hafa alls ekki verið sannfærandi en held samt að þeir vinni þennan leik. Harry Kane skorar loksins og mun tryggja þeim sigur.

West Ham 1 - 2 Brentford
Thomas Frank er með gríðarlega spennandi lið í höndunum sem hafa verið að sækja úrslit. West Ham með smá Evrópu þreytu slaka aðeins á í lokin og Ivan Toney skorar sigurmarkið.i

Liverpool 3 - 0 Man City
Liverpool er mitt lið og ég býst við góðum sigri gegn City. Þetta er leikur sem verður annaðhvort mjög jafn eða annað liðið valtar yfir hitt og ég held þetta falli fyrir Liverpool.

Fyrri spámenn:
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner