Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 15:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U17 gegn Spáni: Sex breytingar
Icelandair
Mynd: KSÍ
Síðasti leikurinn í riðli Íslands í undankeppni EM U17 landsliða fer fram á AVIS-vellinum í Laugardal klukkan 17. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Ísland og Spánn mætast en bæði lið eru þegar búin að tryggja sér sæti í seinni umferð undankeppninnar. Bæði lið eru með sex stig en Spánn er á toppnum með betri markatölu, 9-0 gegn markatölunni 7-2 hjá Íslandi.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

Ísland vann 4-1 sigur gegn Norður-Makedóníu í síðustu viku og lagði svo Eistland 3-1 á laugardaginn. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari íslenska liðsins og hann gerir sex breytingar frá leiknum gegn Eistum.

Sigurður Jökull Ingvason kemur í markið og einnig koma inn í liðið þeir Sölvi Snær Ásgeirsson, Jón Breki Guðmundsson, Björgvin Brimi Andrésson, Karan Gurung og Alexander Máni Guðjónsson.

Í hópnum hjá Spánverjum eru sex leikmenn úr La Masia akademíu Barcelona og tveir leikmenn sem eru á mála hjá Real Madrid.

Byrjunarlið Ísland U17:
1. Sigurður Jökull Ingvason (m)
3. Egill Orri Arnarsson
5. Sölvi Snær Ásgeirsson
6. Einar Freyr Halldórsson
11. Tómas Óli Kristjánsson
13. Sverrir Páll Ingason
14. Styrmir Jóhann Ellertsson
16. Jón Breki Guðmundsson
17. Björgvin Brimi Andrésson
19. Karan Gurung
20. Alexander Máni Guðjónsson

Byrjunarlið Spánn U17:
1. Iker Rodriguez (m)
2. Nil Teixidor
4. Alex Campos
6. Pedro Rodríguez
7. Asier Bonel
11. Alexis Ciria
12. Alvaro Lezcano
14. Iago Barreiros
15. Iker Quintero
16. Nico Guilén
19. Sama Nomoko
Athugasemdir
banner
banner
banner