fim 05. desember 2019 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir: Binna Hlö ekki boðinn samningur - Staða Magnusar skoðuð eftir laugardaginn
Magnus Egilsson í leiknum í kvöld
Magnus Egilsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö í leik með HB.
Binni Hlö í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Vals á KR í úrslitaleik Bose-mótsins.

Sjá einnig:Heimir Guðjóns: Ágætis stígandi í þessu hjá okkur

Heimir var einnig spurður út í leikmannamál félagsins en tveir leikmenn sem Heimir var með hjá HB, þar sem Heimir var þjálfari undanfarin tvö ár, hafa æft með Val að undanförnu.

Fyrst var spurt um færeyinginn Magnus Egilsson. Hver er framtíð hans í Val?

„Við eigum eftir að skoða það. Hann verður á æfingu á morgun og á laugardag. Eftir það setjumst við niður og förum yfir málin."

„Hann stóð sig vel í dag, ég þekki hann náttúrulega vel, hann er góður leikmaður,"
sagði Heimir.

Næst var spurt um Brynjar Hlöðversson, Binna Hlö, hver er framtíð hans hjá Val?

„Ég hef sagt honum það að ég ætla ekki að bjóða honum samning hér. Binni er toppdrengur og ég spurði hann hvort að hann vildi æfa með okkur þar sem hann er án félags."

„Hann er góður í hóp og fínt að fá hann á æfingar hérna."


Eru fleiri leikmenn í skoðun?

„Ekki eins og staðan er í dag. Við vildum skoða stöðuna og eftir 20. desember tökum við stöðuna á þessu, hvort við þurfum eitthvað að styrkja þetta," sagði Heimir að lokum.
Heimir Guðjóns: Ágætis stígandi í þessu hjá okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner