PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   fim 05. desember 2019 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ljungberg: Þetta er ekki Arsenal
Freddie Ljungberg, bráðabirgðastjóri Arsenal, var í viðtali eftir 1-2 tap gegn Brighton á heimavelli í kvöld. Arsenal liðið er ískalt þessa dagana og getur ekki unnið leiki, níu leikir eru síðan síðasti sigur vannst.

„Þetta var erfitt. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik, unnum ekki vinnuna sem þurfti og vildum ekki spila boltanum. Það má ekki byrja á þann hátt," sagði Ljungberg eftir leik.

„Seinni hálfleikur var betri en við erum ekki nægilega öflugir að verjast skyndisóknum og okkur skortir sjálfstraust. Við gáfum þeim 45 mínútur á heimavelli. Ég þarf að vinna í að ná sjálfstraustinu upp hjá leikmönnunum."

„Þetta væru áhggjur allra þjálfara, lítið sjálfstraust það er."

„Í hálfleik sögðum við að þetta væri ekki Arsenal og að við yrðum að gefa mun meira í hlutina. Það er það sem ég vil sjá frá leikmönnunum."


Ljungberg var ekki hættur að tala um sjálfstraust leikmanna.

„Auðvitað er þetta ekki óskastaða en við verðum að halda áfram. Leikmenn eru með lítið sjálfstraust og það sjá það allir. Við verðum að byrja leikina eins og við byrjuðum seinni hálfleikinn."

„Við erum á erfiðum stað sem lið og höfum tapað mörgum leikjum. Það er mitt starf að fá leikmennina til að gefa meira í leikina og spila af meiri hörku,"
sagði Ljunberg að lokum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner