Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. desember 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Man Utd ekki hræddir við að verjast
Harry Winks komst nálægt því að strauja Mourinho í gærkvöldi.
Harry Winks komst nálægt því að strauja Mourinho í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho tapaði í fyrsta sinn við stjórnvölinn hjá Tottenham er hann heimsótti fyrrum vinnuveitendur sína á Old Trafford í gærkvöldi.

Manchester United vann leikinn 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. Mourinho tjáði sig um leikinn að leikslokum.

„Ef þið skoðið úrslit United gegn bestu liðum deildarinnar þá hafa þau verið góð. Sigrar gegn Chelsea og Leicester og jafntefli gegn Liverpool," sagði Mourinho.

„Okkar leikstíll hentar þeim vel. Þetta er ekki lið sem er hrætt við að spila varnarsinnaðan fótbolta.

„Þeim gengur betur gegn sterku liðunum því það eru lið sem vilja halda boltanum. Þeim gengur ekki jafn vel þegar þeir þurfa að halda boltanum gegn lakari liðum."


Man Utd var 46% með boltann gegn Tottenham en fékk fleiri marktækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner