Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. desember 2022 15:08
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Portúgals ósáttur við viðbrögð Ronaldo þegar hann var tekinn af velli
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgal, segist hafa verið óánægður með hegðun Cristiano Ronaldo þegar leikmaðurinn var tekinn af velli í leiknum gegn Suður-Kóreu.

Á fréttamannafundi í dag vildi Santos ekki staðfesta að Ronaldo yrði með fyrirliðabandið í leiknum gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM annað kvöld.

Portúgalska dagblaðið A Bola framkvæmdi könnun þar sem niðurstaðan var sú að 70% lesenda eru á því að Ronaldo ætti að byrja á varamannabekknum í komandi leik.

Ronaldo var pirraður þegar hann var tekinn af velli í seinni hálfleik í tapinu gegn Suður-Kóreu í lokaumferð riðlakeppninnar. Hann setti fingur að vörum sínum en sagði síðan að hann hefði verið að senda skilaboð til leikmanns andstæðingana sem var að biðja sig um að drífa sig af velli.

„Áður en ég var tekinn af velli var einn af þeirra leikmönnum að segja mér að drífa mig út af. Ég sagði honum að þegja, hann var ekki með nein völd og þurfti ekkert að segja," sagði Ronaldo.

Santos var spurður út í viðbrögð Ronaldo.

„Ég er búinn að sjá myndir af þessu og var ekki hrifinn. En þessu málið er lokið. Það er búið að klára það bak við tjöldin. Þessu máli er lokið og nú er öll einbeiting á leikinn á morgun," sagði Santos á fréttamannafundi.

Santos var spurður að því hvort Ronaldo yrði áfram fyrirliði?

„Ég tek aldrei ákvörðun um fyrirliða fyrr en ég er mættur á leikvanginn. Ég veit ekki enn hvernig liðið verður. Ég hef alltaf unnið þannig og mun halda því áfram," sagði Santos.
Athugasemdir
banner
banner
banner