Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 05. desember 2023 12:17
Elvar Geir Magnússon
Sheff Utd búið að reka Heckingbottom og ráða Wilder (Staðfest)
Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United er búið að reka Paul Heckingbottom og ráða fyrrum stóra félagsins, Chris Wilder, í hans stað. Abdullah prins eigandi félagsins hefur staðfest þetta.

Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig, liðið hefur tapað ellefu af fyrstu fjórtán leikjunum.

„Chris Wilder er besti náungi á plánetunni jörð til að taka við liðinu núna í þessari stöðu,“ segir Abdullah.

Heckingbottom stýrði Sheffield aftur upp í efstu deild á síðasta tímabili, þegar liðið hafnaði í öðru sæti Championship-deildarinnar. 5-0 tap gegn Burnley um síðustu helgi reyndist hans síðasta hálmstrá.

„Chris er mjög bjartsýnn á að hann geti bjargað tímabilinu, hann segir ekki að það sé auðvelt en hann telur að það sé geranlegt. Það er enn mikið eftir af tímabilinu og við eigum möguleika á ná markmiðum okkar," segir Abdullah.

Sheffield er fjórum stigum frá öruggu sæti en liðið fær Liverpool í heimsókn annað kvöld.

Eftir tapið gegn Burnley gagnrýndi Heckingbottom félagið fyrir að taka fjárhagslegar ákvarðanir frekar en fótboltalegar með því að selja lykilmenn í sumar. Iliman NDiaye fór til Marseille og Sander Berge fór til Burnley.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner