Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   þri 05. desember 2023 12:17
Elvar Geir Magnússon
Sheff Utd búið að reka Heckingbottom og ráða Wilder (Staðfest)
Chris Wilder er tekinn við Sheffield United að nýju.
Chris Wilder er tekinn við Sheffield United að nýju.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United er búið að reka Paul Heckingbottom og ráða fyrrum stóra félagsins, Chris Wilder, í hans stað. Abdullah prins eigandi félagsins hefur staðfest þetta.

Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig, liðið hefur tapað ellefu af fyrstu fjórtán leikjunum.

„Chris Wilder er besti náungi á plánetunni jörð til að taka við liðinu núna í þessari stöðu,“ segir Abdullah.

Heckingbottom stýrði Sheffield aftur upp í efstu deild á síðasta tímabili, þegar liðið hafnaði í öðru sæti Championship-deildarinnar. 5-0 tap gegn Burnley um síðustu helgi reyndist hans síðasta hálmstrá.

„Chris er mjög bjartsýnn á að hann geti bjargað tímabilinu, hann segir ekki að það sé auðvelt en hann telur að það sé geranlegt. Það er enn mikið eftir af tímabilinu og við eigum möguleika á ná markmiðum okkar," segir Abdullah.

Sheffield er fjórum stigum frá öruggu sæti en liðið fær Liverpool í heimsókn annað kvöld.

Eftir tapið gegn Burnley gagnrýndi Heckingbottom félagið fyrir að taka fjárhagslegar ákvarðanir frekar en fótboltalegar með því að selja lykilmenn í sumar. Iliman NDiaye fór til Marseille og Sander Berge fór til Burnley.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 27 19 5 3 62 27 +35 62
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 27 14 2 11 37 39 -2 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 26 8 7 11 35 47 -12 31
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 27 3 4 20 25 60 -35 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner