Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 11:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Athygli vakin á litlu starfsöryggi í Belgíu - Freyr þriðji langlífasti
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk.
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson er nú orðinn þriðji langlífasti stjórinn í efstu deild belgíska fótboltans en Jóhann Páll Ástvaldsson íþróttafréttamaður RÚV vekur athygli á þessu í grein sem birtist í morgun.

Freyr tók við liði Kortrijk 4. janúar á þessu ári og náði að bjarga liðinu frá falli.

„Kortrijk hefur verið útnefndur grafreitur þjálfaranna. Á síðustu tíu árum hafa átján mismunandi þjálfarar verið við stjórnvölinn þar á bæ," skrifar Jóhann í grein sinni.

Starfsöryggi þjálfara í Belgíu er ekki mikið en þrettán af sextán liðum belgísku úrvalsdeildarinnar hafa skipt um þjálfara frá því að Freyr hóf störf.

Langlífastur í starfi er Hans Cornelis hjá Lokeren en hann tók við liðinu 4. júní 2022. Dirk Kuyt tók við Beerschot 28. desember 2023 og svo kemur Freyr í þriðja sæti.

Kortrijk er sem stendur í 14. sæti. Einungis sex stig skilja að Kortrijk og Gent sem er í Evrópusæti. Kortrijk hefur unnið fimm leiki af sextán, gert tvö jafntefli og tapað níu.
Athugasemdir
banner