Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Hann er eins og nýr George Best“
Khvicha Kvaratskhelia.
Khvicha Kvaratskhelia.
Mynd: Getty Images
Khvicha Kvaratskhelia gerði enn og aftur gæfumuninn fyrir Napoli í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Spezia. Þessi 21 árs georgíski vængmaður var í aðalhlutverki, skoraði af vítapunktinum og átti stoðsendingu á sóknarmanninn hæfileikaríka Victor Osimhen.

Kvaratskhelia hefur með beinum hætti komið að 24 mörkum í 22 leikjum í ítölsku A-deildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

La Gazzetta dello Sport talar um Kvaratskhelia sem töframann inn á vellinum sem geti búið til eitthvað úr engu: „Hann býr til mörk og stoðsendingar, maður hefur það á tilfinningunni að hann geti dregið kanínu úr hattinum sínum."

Tuttosport líkir honum við Manchester United goðsögn: „Hann er með tvær sjöur á bakinu, með þetta skegg og sokkana lágt niðri. Hann er eins og nýr George best."

Corriere dello Sport tók ljóðræna nálgun í umfjöllun sinni um sköpunarmátt og hæfileika Kvaratskhelia: „Hann er sólin og loftið, hann er vatnið og ljósið, hann spilar fótbolta sem maður getur ekki annað en orðið ástfanginn af."

Napoli hefur verið langbesta liðið í ítölsku A-deildinni og er með þrettán stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner