Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Snær og Óli Guðmunds hentu Noregsmeisturunum úr bikarnum
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álasund er í 7. sæti í næst efstu deild í Noregi en liðið gerði sér lítið fyrir og vann ríkjandi Noregsmeistara Bodö/Glimt í 32-liða úrslitum norska bikarsins í gær.

Ólafur Guðmundsson og Davíð Snær Jóhannsson voru í byrjunarliðinu. Davíð lék allan leikinn en Ólafur var tekinn af velli á 70. mínútu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Álasunds.

Davíð Snær hefur komið við sögu í sjö leikjum og skorað tvö mörk á tímabilinu. Ólafur hefur komið við sögu í fjórum leikjum.

Bodö/Glimt er í 7. sæti norsku deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Liðið fór alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þarsemliðið tapaði gegn Tottenham.


Athugasemdir
banner