Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikur Stjörnunnar og Víkings færður út af úrslitaeinvíginu í körfubolta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikur Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild karla sem upphaflega átti að fara fram sunnudaginn 18. maí hefur verið færður og mun fara fram á mánudaginn 19. maí.

KSÍ tilkynnti um breytinguna en hún kemur til vegna viðureignar Stjörnunnar gegn Tindastóli í úrslitum Bónusdeildarinnar í körfubolta.

Staðan er 1-1 í einvíginu en liðin mætast í leik þrjú á Sauðárkróki annað kvöld. Leikur fjögur mun síðan fara fram í Garðabæ sunnudaginn 18. maí klukkan 19:15, á sama tíma og leikur Stjörnunnar og Víkings átti að vera en honum hefur verið seinkað um sólarhring.

Leikurinn er í 7. umferð Bestu deildarinnar en Stjarnan er með 9 stig í 6. sæti á meðan Víkingur er á toppnum með 13 stig.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner