Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jonathan Tah með tilboð á borðinu frá Bayern
Mynd: EPA
Jonathan Tah er í alvarlegum viðræðum við Bayern en hann mun yfirgefa Leverkusen í sumar.

Hann staðfesti brottförina frá Leverkusen í apríl en hann mun yfirgefa félagið þegar samningurinn hans rennur út í sumar. The Athletic greinir frá því að hann muni skrifa undir þriggja ára samning við Bayern með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Bayern reyndi að fá hann síðasta sumar en ekkert varð úr því þar sem Leverkusen vildi fá 30 milljónir evra fyrir hann.

Real Madrid og Barcelona hafa verið orðuð við þýska miðvörðinn. Barcelona náði munnlegu samkomulagi við hann en Real Madrid ákvað að bjóða honum ekki samning.
Athugasemdir
banner
banner